við
bragð

við
breyttri heimsmynd

Um verkefnið

Skapandi viðbrögð

Viðbragð / Creative Responses er þverfaglegt samvinnuverkefni fræðimanna, listamanna og aðgerðasinna sem varpar ljósi á mikilvægi skapandi athafna í heimi sem stendur frammi fyrir djúpstæðum umbreytingum. Fræðirit, listsýningar, gestavinnustofur og málþing stuðla þátttakendur úr ólíkum áttum að stöðugri þróun nýrra hugmynda. Með visthverfa hugsun að leiðarljósi er lögð áhersla á fjölbreytileika, tengsl og sameiginlega ábyrgð í því að takast á við umhverfisógn á tímum loftslagsbreytinga.

List sem ferli

Sýningar, viðburðir og rannsóknir verkefnisins endurspegla þá hugmynd að listir, bókmenntir og skapandi viðbrögð feli ekki aðeins í sér úrvinnslu umbreytinga í umhverfi okkar heldur séu lykilþáttur í að tryggja afkomu manneskjunnar í breyttum heimi. Lögð er áhersla á að skapa vettvang þar sem ólíkar raddir mætast – fræðimenn, listamenn, rithöfundar og aðgerðasinnar – í rannsókn á eiginleikum vistlistar og tengslum manns og umhverfis.

Fréttir

Opnun sýningarinnar Viðbragð í Listasafninu á Akureyri

Skapandi viðbrögð við umhverfisógnum er þema listsýningar sem opnar 27. nóvember klukkan 20 í Ketilhúsi . . .

Opið hús hjá gestalistamanni

Hrafnkell Sigurðsson, gestalistamaður í Gíg, vinnur þessa dagana að skúlptúr úr fundnu efni í Mývatnssveit, . . .

Spjallað um umhverfislist í Rannsóknasetri HÍ í Þingeyjarsveit

Þann 25. nóvember verður opinn viðburður þar sem Hrafnkell Sigurðsson gestalistamaður í Gíg segir frá . . .

ÚTGÁFA

Greinasafn

Greinasafnið Creative Responses to Environmental Crises in Nordic Art and Literature (Lexington Books, 2024) gefur breiða sýn á listræn viðbrögð við loftslagsbreytingum og öðrum umhverfiskreppum. Í ritinu er fjallað um bókmenntir, myndlist og kvikmyndir frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum og endurspegla kaflar bókarinnar flókið samspil hins svæðisbundna og alþjóðlega í umhverfislist og aktívisma. Í bókina skrifa þekktir og upprennandi fræðimenn á sviði norrænnar vistrýni og beina athygli að flóknu og mikilvægu hlutverki lista, bókmennta og annarra skapandi athafna á krepputímum.

Ritstjórar: Katarina Leppänen og Auður Aðalsteinsdóttir.

Greinahöfundar: Ana Stanićević, Angela Snæfellsjökuls Rawlings, Auður Aðalsteinsdóttir, Camilla Brudin Borg, Georgiana Bozîntan, Johan Alfredsson, Karoliina Lummaa, Katarina Leppänen, Ole Martin Sandberg, Sigrún Inga Hrólfsdóttir, Torsten Bøgh Thomsen og Xin Liu.

Einnig eru í bókinni listaverk eftir Angelu Snæfellsjökuls Rawlings, Þórdísi Aðalsteinsdóttur og Hildi Hákonardóttur.

Listasýningar

Samsýningin Viðbragð / „Creative Responses“ hefur verið sett upp í Gallery SPECTA (16. maí–21. júní 2025) og Listasafni Akureyrar (27. nóvember 2025–8. febrúar 2026) og verður á næstu árum einnig sett upp í Finnlandi og Svíþjóð. Meginstef eru „skapandi viðbragð“ sem grundvallareiginleiki lífvera, fjölbreytileiki og aðlögun, sem og uppreisn gegn viðteknum valdakerfum með áherslu á umhyggju og samvinnu.

Sýningarstjórar: Auður Aðalsteinsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir

Listamenn: Angela Snæfellsjökuls Rawlings, Aurora Robson, Bolatta Silis-Høegh, Björg Eiríksdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristinn Már Pálmason, Laura Ortman, Peter Holst Henckel, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.

Nánari upplýsingar má nálgast í bæklingnum hér að neðan.

Viðburðir

Gestalistamaður í Gíg

Hrafnkell Sigurðsson, gestalistamaður í Gíg, vinnur útilistaverk úr fundnu efni í Mývatnssveit, í samvinnu við . . .

Samsýning í Listasafninu á Akureyri

Við erum kraftmikið umhverfi hvers annars og skapandi viðbragð er grunneiginleiki alls lífs. Lífverur skynja . . .

Málþing í Kaupmannahafnarháskóla

Fjöldi fræði- og listamanna hélt erindi um umhverfislist og vistskáldskap á vel sóttu málþingi um . . .

List og náttúra

Styrktaraðilar