Fjölbreytt málþing í Kaupmannahafnarháskóla

Fjöldi fræði- og listamanna héldu erindi um umhverfislist og vistskáldskap á vel sóttu málþingi um skapandi viðbrögð við umhverfisógnum, sem haldið var í tengslum við listsýninguna Creative Responses í SPECTA galleríi. Einnig fluttu skáldin Haukur Ingvarsson og Kim Simonsen ljóð og umhverfisvænir forsvarsmenn örforlaga kynntu starfsemi sína.

Fyrirlestrana héldu angela Snæfellsjökuls rawlings, Torsten Bögh Thomsen, Sigrún Alba Sigurðardóttir, Anders Ehlers Dam, Ole Martin Sandberg, Dehlia Hannah og Sigrún Inga Hrólfsdóttir.

Málþingið var skipulagt af Auði Aðalsteinsdóttur, forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit, og Michael Kjær, aðjúnkt í listasögu við Kaupmannahafnarháskóla.

Deila á samfélagsmiðlum