Fræðimenn
Ana Stanićević
Ana Stanićević er doktor í menningarfræði frá Háskóla Íslands og lektor í norsku og norskum bókmenntum við Háskólann í Helsinki. Hún hefur meðal annars rannsakað áhrif vistrýni og femínískrar vistrýni á samtímabókmenntir Norðurlanda og norræn örforlög.
Katarina Leppänen
Katarina Leppänen er prófessor við bókmennta-, hugmynda- og trúarbragðadeild Háskólans í Gautaborg. Rannsóknir hennar sameina hugmyndasögu og bókmenntafræði. Nýlegar fræðigreinar hennar má meðal annars finna í The Routledge Handbook on Ecofeminism and Literature og í Storying the Ecocatastrophe: Contemporary Narratives and the Environmental Collapse (ritstj. Duffy & Leppänen, 2024). Katarina ritstýrði Creative Responses to Environmental Crises in Nordic Art and Literature ásamt Auði Aðalsteinsdóttur (2025).
Auður Aðalsteinsdóttir
Auður er rannsóknarlektor í umhverfishugvísindum og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit. Hún hefur stundað rannsóknir á íslenskum bókmenntum og listum frá sjónarhorni vistrýni og er m.a. höfundur bókarinnar Hamfarir í bókmenntum og listum (2023).