Samsýning í SPECTA galleríi í Kaupmannahöfn

Samsýningin Creative Responses / Viðbragð stóð yfir í SPECTA galleríi í Kaupmannahöfn frá 16. maí til 8. júní 2025.


Sýningin hverfðist um skapandi viðbrögð við loftslagskreppunni og endurspeglaði samspil hins svæðisbundna og hnattræna í umhverfislist og aktívisma. Sóttur var innblástur í greinasafnið Creative Responses to Environmental Crises in Nordic Art and Literature (2025). Þar varpa norrænir vistrýnar og listamenn ljósi á flókið og mikilvægt hlutverk listar, bókmennta og annarra skapandi athafna þegar tekist er á við breytta heimsmynd. Sýnd vora verk eftir listafólk sem fjallað er um í bókinni og aðra sem tengja við meginþemu hennar: samtengingar, flókin kerfi, gildi fjölbreytileika og afbyggingu stigvelda.

Frá uppsetningu verksins Ráðherrastólarnir eftir Hildi Hákonardóttur.


Alls tóku þrettán listamenn þátt: angela Snæfellsjökuls rawlings, Aurora Robson, Bolatta Silis-Høegh, Camilla Thorup, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristinn Már Pálmason, Laura Ortman, Peter Holst Henckel, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir, Þórdís Aðalsteinsdóttir

Sýningarstjórar voru Auður Aðalsteinsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir

Á sýningaropnuninni lásu ljóðskáldin Haukur Ingvarsson, Mette Moestrup og angela Snæfellsjökuls rawlings upp úr verkum sínum.


Í tengslum við sýninguna var opið málþing í Kaupmannahafnarháskóla. Þar beinduu fræðimenn, skáld og listafólk athygli að umhverfislist og öðrum skapandi viðbrögðum við vistkreppum samtímans.

Til máls tóku Auður Aðalsteinsdóttir, frá Háskóla Íslands, Katarina Leppänen, Gautaborgarháskóla, angela Snæfellsjökuls rawlings, Listaháskóla Íslands, Torsten Bøgh Thomsen, Háskólanum í Suður-Danmörku,Michael Kjær, Kaupmannahafnarháskóla, Sigrún Alba Sigurðardóttir, Háskóla Íslands, Kim Simonsen, ReykjavíkurAkademíunni, Haukur Ingvarsson, Háskóla Íslands, Anders Ehlers Dam, Europa-Universität Flensburg,Ole Martin Sandberg, Háskóla Íslands, Dehlia Hannah, Kaupmannahafnarháskóla, Sigrún Inga Hrólfsdóttir, listamaður og listrannsakandi og Ana Stanićević, Háskólanum í Helsinki.

Málþingið fór fram á ensku og var haldið í Multisalen, í húsnæði háskólans við Karen Blixens Vej 1. Öll áhugasöm eru velkomin.

Sýningin var samstarfsverkefni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, Specta gallerís í Kaupmannahöfn og Listasafnsins á Akureyri. Seinni hluti hennar opnar í Ketilhúsi Listasafnsins á Akureyri 27.nóvember 2025 og ganga þá Björg Eiríksdóttir og Hrafnkell Sigurðsson til liðs við hópinn. Einnig verður haldið málþing í tengslum við þá sýningu, í Gíg í Mývatnssveit.

Verkefnið Creative Responses er styrkt af Nordisk kulturfond og Uppbyggingarsjóði SSNA. Listamenn fengu jafnframt ferðastyrk frá Myndlistarmiðstöð.

Deila á samfélagsmiðlum